Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júlí 2015 12:00 Blaz Roca Erpur Eyvindarson verður á sviðinu í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira