Ætlum að taka á móti fleira fólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2015 13:00 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 9 milljónir Sýrlendinga séu á flótta. Vísir/AFP „750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“ Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“
Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent