Ætlum að taka á móti fleira fólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2015 13:00 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 9 milljónir Sýrlendinga séu á flótta. Vísir/AFP „750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“ Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“
Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira