Kings of Leon vilja koffeinlaust Diet Dr. Pepper og súkkilaðihúðuð goji-ber Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júní 2015 08:30 Kings of Leon á sviði í Sydney. vísir/getty Hljómsveitin Kings of Leon, sem treður upp hér á landi í ágúst, sendir allajafnan ítarlega lista á tónleikahaldara með ýmsum kröfum. Á svokölluðum „ræder“, sem sveitin hefur sent á tónleikahaldara á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að ætlast sé til þess að gnótt drykkja og matfanga standi meðlimum Kings of Leon og starfsmönnum til boða. Hver og einn meðlimur sveitarinnar þarf sinn eigin kæli með sérstökum drykkjartegundum og klökum innan í. Misjafnt er hvað meðlimirnir vilja drekka meðan á tónleikum stendur. Sumir vilja orkudrykki en aðrir svalandi íþróttadrykkiStandlampar og sófasett Eins og vaninn er, þegar svona þekktar hljómsveitir ferðast, eru strangar kröfur gerðar um aðbúnað í búningsherbergjum. Sveitin fer fram á fimm mismunandi búningsherbergi og í hverju þeirra á að vera sófasett og er sérstaklega tekið fram að sófarnir eigi að vera í stíl. Einnig er farið fram á tvo borðlampa í hverju herbergi auk standlampa. Meðlimir gera kröfu um sjónvarp í hverju herbergi, nokkur sófaborð og vilja hafa teppi á gólfinu. Ítarlegar kröfur um máltíðir Sveitin, sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu, er með fjölmarga starfsmenn í kringum sig. Á Evróputúr sveitarinnar hafa verið allt að fimmtíu manns í teyminu í kringum hana. Gerð er krafa um að kokkur eldi sérstaklega fyrir hópinn á þeim stað sem hópurinn er á hverju sinni. Ætlast er til þess að meðlimir og fylgilið Kings of Leon geti valið úr ýmsu, hvort sem það er í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat. Á ferðalagi sínu hefur sveitin farið fram á að maturinn sé ekki eldaður annars staðar og komið með hann í hitabökkum. „Slíkt er hvorki hollt né heillandi,“ segir í orðsendingu sem tónleikahaldarar á Evróputúrnum hafa hingað til fengið.Nákvæmur listi Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu sem flytur sveitina inn, neitar að tjá sig um kröfur sveitarinnar. En sé listinn af því sem meðlimir sveitarinnar vilja fá hér á landi jafn ítarlegur og annars staðar er ljóst að flytja þarf nokkrar sælgætis- og drykkjartegundir sérstaklega inn fyrir tónleikana. Meðal annars er farið fram á sérstaka tegund af kókosvatni, túnfisksalat, heimalagað íste (ekki of sætt), ferskan hummus og Diet Dr. Pepper, bæði með og án koffeins. Sveitin leggur einnig fram sérstakan lista af víntegundum fyrir tónleikahaldara. Sveitin nefnir átta tegundir af hvítvíni og níu tegundir af rauðvíni.Mikið umfang Fregnir hafa borist af því að tveir trukkar komi hingað til lands með búnað sem nota á fyrir tónleikana. Trukkarnir koma hingað til lands með Norrænu og munu sjást á þjóðvegum landsins þegar þeir keyra til Laugardalshallar frá Seyðisfirði. Samkvæmt heimildum blaðsins verða þeir fullir af hljóðfærum og aukaljósabúnaði og viðbót við hljóðkerfið sem á að skila sér í mikilli upplifun áhorfenda. Kings of Leon er ein þekktasta rokksveit heims og er hún þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. Tengdar fréttir Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Tíu þúsund miðar í boði á Kings of Leon: Miðasalan hefst 16. júní Miðaverð er frá 15- 25 þúsund krónur. 5. júní 2015 12:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Hljómsveitin Kings of Leon, sem treður upp hér á landi í ágúst, sendir allajafnan ítarlega lista á tónleikahaldara með ýmsum kröfum. Á svokölluðum „ræder“, sem sveitin hefur sent á tónleikahaldara á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að ætlast sé til þess að gnótt drykkja og matfanga standi meðlimum Kings of Leon og starfsmönnum til boða. Hver og einn meðlimur sveitarinnar þarf sinn eigin kæli með sérstökum drykkjartegundum og klökum innan í. Misjafnt er hvað meðlimirnir vilja drekka meðan á tónleikum stendur. Sumir vilja orkudrykki en aðrir svalandi íþróttadrykkiStandlampar og sófasett Eins og vaninn er, þegar svona þekktar hljómsveitir ferðast, eru strangar kröfur gerðar um aðbúnað í búningsherbergjum. Sveitin fer fram á fimm mismunandi búningsherbergi og í hverju þeirra á að vera sófasett og er sérstaklega tekið fram að sófarnir eigi að vera í stíl. Einnig er farið fram á tvo borðlampa í hverju herbergi auk standlampa. Meðlimir gera kröfu um sjónvarp í hverju herbergi, nokkur sófaborð og vilja hafa teppi á gólfinu. Ítarlegar kröfur um máltíðir Sveitin, sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu, er með fjölmarga starfsmenn í kringum sig. Á Evróputúr sveitarinnar hafa verið allt að fimmtíu manns í teyminu í kringum hana. Gerð er krafa um að kokkur eldi sérstaklega fyrir hópinn á þeim stað sem hópurinn er á hverju sinni. Ætlast er til þess að meðlimir og fylgilið Kings of Leon geti valið úr ýmsu, hvort sem það er í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat. Á ferðalagi sínu hefur sveitin farið fram á að maturinn sé ekki eldaður annars staðar og komið með hann í hitabökkum. „Slíkt er hvorki hollt né heillandi,“ segir í orðsendingu sem tónleikahaldarar á Evróputúrnum hafa hingað til fengið.Nákvæmur listi Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu sem flytur sveitina inn, neitar að tjá sig um kröfur sveitarinnar. En sé listinn af því sem meðlimir sveitarinnar vilja fá hér á landi jafn ítarlegur og annars staðar er ljóst að flytja þarf nokkrar sælgætis- og drykkjartegundir sérstaklega inn fyrir tónleikana. Meðal annars er farið fram á sérstaka tegund af kókosvatni, túnfisksalat, heimalagað íste (ekki of sætt), ferskan hummus og Diet Dr. Pepper, bæði með og án koffeins. Sveitin leggur einnig fram sérstakan lista af víntegundum fyrir tónleikahaldara. Sveitin nefnir átta tegundir af hvítvíni og níu tegundir af rauðvíni.Mikið umfang Fregnir hafa borist af því að tveir trukkar komi hingað til lands með búnað sem nota á fyrir tónleikana. Trukkarnir koma hingað til lands með Norrænu og munu sjást á þjóðvegum landsins þegar þeir keyra til Laugardalshallar frá Seyðisfirði. Samkvæmt heimildum blaðsins verða þeir fullir af hljóðfærum og aukaljósabúnaði og viðbót við hljóðkerfið sem á að skila sér í mikilli upplifun áhorfenda. Kings of Leon er ein þekktasta rokksveit heims og er hún þekkt fyrir líflega sviðsframkomu.
Tengdar fréttir Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Tíu þúsund miðar í boði á Kings of Leon: Miðasalan hefst 16. júní Miðaverð er frá 15- 25 þúsund krónur. 5. júní 2015 12:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Tíu þúsund miðar í boði á Kings of Leon: Miðasalan hefst 16. júní Miðaverð er frá 15- 25 þúsund krónur. 5. júní 2015 12:00