Lífið

Kings of Leon halda tónleika í Höllinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meðlimir Kings of Leon á sviði
Meðlimir Kings of Leon á sviði vísir/getty
Bandaríska rokkhljómsveitin Kings of Leon er á leiðinni til landsins. Sveitin kemur fram á risatónleikum í nýju Höllinni fimmtudaginn 13. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin heimsækir landið.

Hljómsveitina, sem var stofnuð árið 1999, skipa bræðurnir Caleb, Nathan og Jared Followill og frændi þeirra Matthew Followill, allir frá Nashville Tennessee. Hljómsveitin hefur undanfarið verið aðalnúmerið á stærstu tónleikahátíðum heims, meðal annars á Hróarskeldu, Coachella, Glastonbury, Rock Werchter og Lollapalooza.

Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 16. júní. Póstlistaforsala hefst degi áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×