Innlent

Koma böndum á rútuumferð í miðbænum

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Verði tillagan samþykkt þá munu stærri hópferðabílar fá sektir keyri þeir þær götur sem bannað er að keyra.
Verði tillagan samþykkt þá munu stærri hópferðabílar fá sektir keyri þeir þær götur sem bannað er að keyra. vísir/gvA
Lagt verður til á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í dag að hertar verði reglur um hvaða götur stærri hópferðabílar megi aka í miðbænum. Gangi tillagan eftir verða sett skilti við flestar götur í Þingholtunum, til austurs og vesturs við Skólavörðuholtið. Auk þess verða gerð tvö ný sleppistæði við Hlemm og í Lækjargötu. 

Mikið hefur verið fjallað um ónæði af akstri hópferðabíla í miðbænum. Margir íbúar og verslunarmenn hafa kvartað undan hópferðabílum sem keyra ferðamenn á hótel og gistihús í miðbænum. Nú eru einungis til staðar tilmæli til bílstjóra hvaða götur þeir eigi ekki að aka en ekki er hægt að beita viðurlögum sé það ekki virt. Verði skiltin sett upp þá getur lögregla sektað bílstjóra sem gerast sekir um að keyra þessar götur.





Hjálmar Sveinsson
Hins vegar á þetta ekki við um minni rútur eða undir átta metrum. „Það er engin launung á því að við höfum líka verið að skoða möguleika á því að kannski þurfi að takmarka umferð litlu rútanna. Það hefur verið rætt að hugsanlega eigi að setja þungatakmarkanir á Laugaveginn, þannig að bílar yfir 3,5 tonn megi ekki keyra þar yfir hádaginn,“ segir Hjálmar Sveinson formaður skipulagsráðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×