Innlent

Skoða vindorkugarð norðan við Húsavík

Svavar Hávarðsson skrifar
Rætt hefur verið um tíu vindmyllur og 25 megavatta framleiðslu.
Rætt hefur verið um tíu vindmyllur og 25 megavatta framleiðslu. Nordicphotos/Gettyimages
Bæjarráð Norðurþings mun á næstunni taka til umfjöllunar hugmyndir EAB New Energy Europe um vindorkugarð í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað.

„Næstu vikur fer þetta til umræðu inni í bæjarráði, sem tekur væntanlega ákvörðun fljótlega um hvort einhvers konar viljayfirlýsing verði undirrituð um framþróun verkefnisins, að því gefnu að allra leyfa sem að starfsemi sem þessari lúta verði aflað og farið eftir skilyrðum og lögum,“ segir Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, en í síðustu viku var haldinn íbúafundur þar sem fyrirtækið kynnti hugmyndir sínar.

Kristján segir að tilgangur fundarins hafi verið að opna á samtal EAB New Energy Europe við íbúa svæðisins, um hvað málið snúist í raun og veru og kanna hug íbúa til verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×