Erlent

Beindagrind risaeðlu reyndist ný og framandi tegund.

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Vítisdrengurinn er einn merkasti fundur fornleifafræðinga á síðustu áratugum.
Vítisdrengurinn er einn merkasti fundur fornleifafræðinga á síðustu áratugum. VÍSIR/EPA
Fornleifafræðingar eru sannfærðir um að beinagrind risaeðlu sem fannst í fjallshlíð í Calgary í Kanada árið 2005 tilheyri áður óþekktri tegund sem var uppi fyrir um 70 milljónum ára.

Lögun höfuðkúpunnar þótti óvanaleg en svo virðist sem risaeðlan hafi verið með nokkur þykk og stutt horn.

Fornleifafræðingar við háskólann í Calgary hafa nefnt þessa nýju tegund Regaliceratops peterhewsi. Vegna undarlegrar lögunar hornanna hefur risaeðlan fengið viðurnefnið Hellboy.

Risaeðlan var 9 metrar að lengd, 3,6 metrar á hæð og vó 12 tonn. Hún tilheyrði tegund nashyrningseðla og var því jurtaæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×