Lífið

Afmælisveisla í Disneylandi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kim, Kanye og North eiga von á viðbót við fjölskylduna í enda árs.
Kim, Kanye og North eiga von á viðbót við fjölskylduna í enda árs. Vísir/Getty
Kim Kardashian West og eiginmaður hennar, Kanye West, eiga að hafa bókað Disneyland í Kaliforníu fyrir tveggja ára afmæli dóttur sinnar, North West.

Garðurinn verður því lokaður almenningi og einungis opinn fyrir nána vini og ættingja fjölskyldunnar á meðan á afmælinu stendur en hjónakornin efndu einnig til ríflegrar afmælisveislu í tilefni af eins árs afmæli dótturinnar með Coachella-þemaveislu á heimili systur Kim, Kourtney Kardashian, í Los Angeles.

Kim og Kanye tilkynntu í upphafi vikunnar að þau ættu von á sínu öðru barni og North því að verða stóra systir í enda þessa árs og því ríkir væntanlega mikil gleði á heimili stjarnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×