Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi guðsteinn bjarnason skrifar 5. júní 2015 07:00 Vel fór á með forsætisráðherra Bretlands og kanslara Þýskalands í Berlín í lok síðustu viku. fréttablaðið/EPA „Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“ Grikkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
„Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“
Grikkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira