Íslenskir kvenhöfundar í forgrunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gíslasdóttir ætla að syngja með húshljómsveitinni. vísir/stefán Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna verður fagnað þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega tíu prósent af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdastjóri er Diljá Ámundadóttir. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdarstjóri er Diljá Ámundadóttir. Hljómsveitina skipa Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir, á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsson á fiðlu. Höfundur óþekktur er titill tónleikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þjóð- og mannfræðilegar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna verður fagnað þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega tíu prósent af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdastjóri er Diljá Ámundadóttir. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdarstjóri er Diljá Ámundadóttir. Hljómsveitina skipa Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir, á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsson á fiðlu. Höfundur óþekktur er titill tónleikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þjóð- og mannfræðilegar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira