Dagurinn hans Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 08:00 Hjörvar býst við miklu af þeim Ólafi Karli Finsen hjá Stjörnunni og Kassim Doumbia hjá FH í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel „Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira