Innlent

Velferð svína tryggð með slátrun

Tvö svínabú hafa þekkst boð Dýralæknafélags Íslands um að slátra frá búunum með því skilyrði að kjötið verði geymt í frosti.
Tvö svínabú hafa þekkst boð Dýralæknafélags Íslands um að slátra frá búunum með því skilyrði að kjötið verði geymt í frosti.
Tvö svínabú á Suðurlandi fengu í fyrradag undanþágu frá verkfalli dýralækna til slátrunar á gripum úr búum sínum. Þéttleiki á búunum var orðinn mjög mikill og velferð dýra ógnað.

Búin sem hafa fengið leyfi fyrir slátrun eru Laxárdalur og svínabúið að Högum. Undanþágan var háð þeim skilyrðum að kjötafurðirnar yrðu settar í frystigeymslur uns verkfalli dýralækna lýkur. Ekki hafa allir svínabændur samþykkt þessa málamiðlunartillögu til að létta á búum sínum.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að þéttleiki á svínabúum væri orðinn allt of mikill á sex stöðum á landinu og þyrftu vel á þriðja þúsund grísir að komast til slátrunar samkvæmt skoðun dýralækna í eftirlitsferðum á búunum.

Ekkert ferskt svínakjöt er lengur hægt að fá. Heildarframleiðsla á Íslandi er um 1.400 dýr á viku og því safnast mikið magn gripa fyrir í frystigeymslum á meðan á verkfalli dýralækna stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×