Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Ásmundur Arnarsson er ósáttur við frestunina. vísir/anton Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn