Verðtrygging áfram en tímalengd breytt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort lengja eigi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár. vísir/gva Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira