Verðtrygging áfram en tímalengd breytt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort lengja eigi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu ár. vísir/gva Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki hafa verið lagt upp með afnám verðtryggingar heldur að auka vægi óverðtryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána, en þau geta í dag verið að lágmarki í fimm ár. Það hafa komið fram hugmyndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skammtímalán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verðtryggð. Þetta er eitt atriðið. Annað var að taka til skoðunar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erfiðara fyrir að standast greiðslumat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tímasetja slíkar aðgerðir vel miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða.“ Aðspurður ítrekar Bjarni að ekki sé unnið að því að banna verðtryggð lán. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð og afnám verðtryggingar Bjarni segir að skoða þurfi hvaða lán það eru sem falla á milli fimm og tíu milljóna. „Það hafa kannski verið einhver bílalán og slík lán, neytendalán. Hins vegar er mjög algengt að það séu tekin 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán og það gæti haft talsverð áhrif á markaðinn að gera slíka breytingu. Um það er rætt í skýrslunni,“ segir Bjarni og vísar til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna. Skoða verði hvort breytingin gæti leitt til minni eftirspurnar eftir húsnæði. Ólíklegt er að frumvörp um verðtryggingu komi fram á þessu þingi, en þau nást mögulega fram í haust. „Ég ætla ekkert að fullyrða um það fyrr en við höfum lokið vinnunni og farið með það í gegnum ríkisstjórn og náð samstöðu um að stíga þau skref,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að vinna fjármálaráðuneytisins við afnám verðtryggingar gengi vel.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira