Verkföll kunna að bitna á útflutningi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2015 07:45 Verkföll gætu komið niður á útflutningstekjum. Fréttablaðið/Þorgeir Baldursson Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent