Lífið

Sýning um málefni innflytjenda

Anna Guðjónsdóttir skrifar
 Hópurinn hefur unnið að sýningunni The European Dream sem sýnd verður í kvöld í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.
Hópurinn hefur unnið að sýningunni The European Dream sem sýnd verður í kvöld í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. vísir/pjetur

„Hópur nemenda hefur verið að vinna að sýningu sem fjallar um málefni innflytjenda,“ segir Bjarni Snæbjörnsson, leikstjóri verksins The European Dream. Nemendur á leiklistarbraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ standa að verkinu ásamt nemendum frá Þýskalandi og Ítalíu, en eina sýningin mun fara fram í skólanum í dag og hefst klukkan sex.

Bjarni segir að nemendurnir hafa meðal annars fengið innblástur frá reynslu nemenda frá Ítalíu.

„Nokkur þeirra eru flóttamenn frá Gambíu og fleiri Afríkuríkjum. Reynsla þeirra er eitthvað sem er okkur Íslendingum alveg hulin. Við ákváðum að skoða mannlega þáttinn í tengslum við innflytjendur, hvers vegna fólk flyst á milli landa og hvað tekur við þegar það kemur til nýs lands,“ segir Bjarni um sýninguna. „Þetta er mjög sjónræn sýning og eiginlega nær danssýningu. Það litla sem talað er í sýningunni verður á ensku en meira verður notast við tónlist,“ segir Bjarni.

Hann segir verkefnið hafi tekist gríðarlega vel, en það er styrkt af Evrópu unga fólksins og Erasmus. Nokkrir nemendur vinna einnig að heimildarmynd um verkefnið.

„Það hefur verið magnað að fylgjast með nemendunum vinna saman að verkefninu. Erlendu nemendunum var öllum komið fyrir hjá íslenskum fósturfjölskyldum og nemendurnir hafa kynnst mjög vel og eignast vini fyrir lífstíð,“ segir Bjarni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.