Sýnir þörfina á millidómstigi fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Brynjar Níelsson Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira