Ekki lengur á vellinum á eigin forsendum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Það var stuð á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. Hér eru Margrét Lára og Guðný Björk Óðinsdóttir á flugi. fréttablaðið/vilhelm „Að sumu leyti líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Það er svolítið skrítið að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en hún kom aftur inn í íslenska landsliðið á Algarve-mótinu á dögunum en hún hafði þá verið fjarverandi í eitt og hálft ár þar sem hún eignaðist barn. Margrét Lára og stelpurnar í landsliðinu verða í eldlínunni í Kórnum í dag klukkan 14.00 er þær spila við sterkt lið Hollands í vináttulandsleik. „Hugarfarið hjá mér hefur líka breyst svolítið. Ég er farin að þroskast og taka meiri ábyrgð en áður. Maður hugsar meira um að hjálpa liðinu fyrst og fremst og leikmönnunum í kringum sig. Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Ég er ekki lengur á vellinum á eigin forsendum að reyna að bæta eitthvað markamet,“ segir Margrét Lára en var hún þá bara að hugsa um sjálfa sig áður? „Nei, ég segi það nú ekki. Þetta er bara öðruvísi núna. Ég á sjö ára meiðslasögu á bakinu, er að eldast og veit að ég er ekkert að fara til Potsdam. Forsendurnar hjá mér hafa breyst og ég í leiðinni.“Losnar aldrei við meiðslin Eins og Margrét kemur inn á var hún að glíma við erfið meiðsli aftan í læri í mörg ár en það lagaðist eftir barnsburðinn. Sá gamlidraugur er þó byrjaður að banka aftur upp á. „Ég hef verið að lenda í smá vandræðum út af þessu. Það var búið að vera mikið álag og ég hélt að ég væri orðin alveg laus við þetta en það er ljóst að ég verð að lifa við þetta það sem eftir er af mínum ferli. Álagið á mér var því minnkað aftur og ég er í fínu jafnvægi núna.“ Framherjinn magnaði er kominn aftur á mála hjá sænska liðinu Kristianstad þar sem hún gerði það gott áður. „Það er mjög gaman og frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum aftur. Það eru forréttindi að hafa boltann að atvinnu og maður verður að kreista það aðeins lengur,“ segir Margrét Lára en hún verður 29 ára gömul í sumar.vísir/gettyÆtlar í master í sálfræði Á meðan hún hefur spila fótbolta hefur hún líka menntað sig og er farin að huga að því sem tekur við er hún leggur skóna á hilluna. „Óneitanlega er ég farin að horfa fram á veginn því ég hef markmið varðandi atvinnu síðar meir. Ég er búin að klára BS í sálfræði og íþróttafræði og stefni á mastersnám í sálfræði. Meðan líkaminn er í góðu standi og ég hef svona gaman af þessu þá held ég áfram. Ég er búin að lofa þjálfaranum að fara í það minnsta með á næstu lokakeppni sem er 2017. Það væri gaman að toppa þar sem leikmaður með liðinu. Ég horfi því þangað og mun taka stöðuna eftir það.“ Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins með 71 mark í 97 landsleikjum. Hvorki hún né aðrir leikmenn landsliðsins voru á skotskónum á Algarve-mótinu þar sem liðið skoraði ekki eitt einasta mark. „Við reyndum að taka það jákvæða úr mótinu. Það var fullt af flottum hlutum sem við vorum að gera. Við vorum að einbeita okkur að varnarleiknum og hann gekk mjög vel. Það má heldur ekki gleyma því að við vorum að spila á móti bestu þjóðum heims,“ segir Margrét en engu að síður hefur íslenska liðinu oft gengið vel á þessu móti og meðal annars komist í úrslit. Þetta var slakasta frammistaða Íslands á mótinu. „Þetta var æfingamót og við fengum út úr mótinu það sem við þurftum fyrir utan stigin. Ég held samt að það sé mikilvægt að við vinnum þennan leik gegn Hollandi. Ekki síst fyrir andlegu hliðina. Að fá sigurtilfinninguna aftur.“ Það eru búin að vera kynslóðaskipti í landsliðinu og meðan þau gengu yfir tókst liðinu ekki að komast á HM og í kjölfarið kom slakur árangur á Algarve. Nú er þeim lokið og stelpurnar ætla sér stóra hluti í undankeppni EM.Ætlum að vinna riðilinn „Við höfum aldrei unnið riðilinn okkar í undankeppni EM en nú erum við í efsta styrkleikaflokki þannig að möguleikinn á að vinna riðilinn er fyrir hendi. Við ætlum því að vinna þennan riðil og fara beint á EM,“ segir Margrét Lára en hver er munurinn á liðinu í dag og fyrir þrem til fjórum árum? „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í kvennalandsliðinu og leikmenn hafa lagt mikið á sig. Við erum með 11-13 leikmenn sem spila erlendis. Fæstar okkar eru þar vegna peninganna heldur erum við þarna af því okkur langar að bæta okkur og vera betri leikmenn. Það hugarfar er í þessum hópi. Hér eru allar stelpurnar í toppformi og heilt yfir finnst mér allir leikmennirnir vera þannig í dag. Mér finnst unun að horfa á þetta lið og sjá hvað leikmenn eru miklir fagmenn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
„Að sumu leyti líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Það er svolítið skrítið að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en hún kom aftur inn í íslenska landsliðið á Algarve-mótinu á dögunum en hún hafði þá verið fjarverandi í eitt og hálft ár þar sem hún eignaðist barn. Margrét Lára og stelpurnar í landsliðinu verða í eldlínunni í Kórnum í dag klukkan 14.00 er þær spila við sterkt lið Hollands í vináttulandsleik. „Hugarfarið hjá mér hefur líka breyst svolítið. Ég er farin að þroskast og taka meiri ábyrgð en áður. Maður hugsar meira um að hjálpa liðinu fyrst og fremst og leikmönnunum í kringum sig. Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Ég er ekki lengur á vellinum á eigin forsendum að reyna að bæta eitthvað markamet,“ segir Margrét Lára en var hún þá bara að hugsa um sjálfa sig áður? „Nei, ég segi það nú ekki. Þetta er bara öðruvísi núna. Ég á sjö ára meiðslasögu á bakinu, er að eldast og veit að ég er ekkert að fara til Potsdam. Forsendurnar hjá mér hafa breyst og ég í leiðinni.“Losnar aldrei við meiðslin Eins og Margrét kemur inn á var hún að glíma við erfið meiðsli aftan í læri í mörg ár en það lagaðist eftir barnsburðinn. Sá gamlidraugur er þó byrjaður að banka aftur upp á. „Ég hef verið að lenda í smá vandræðum út af þessu. Það var búið að vera mikið álag og ég hélt að ég væri orðin alveg laus við þetta en það er ljóst að ég verð að lifa við þetta það sem eftir er af mínum ferli. Álagið á mér var því minnkað aftur og ég er í fínu jafnvægi núna.“ Framherjinn magnaði er kominn aftur á mála hjá sænska liðinu Kristianstad þar sem hún gerði það gott áður. „Það er mjög gaman og frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum aftur. Það eru forréttindi að hafa boltann að atvinnu og maður verður að kreista það aðeins lengur,“ segir Margrét Lára en hún verður 29 ára gömul í sumar.vísir/gettyÆtlar í master í sálfræði Á meðan hún hefur spila fótbolta hefur hún líka menntað sig og er farin að huga að því sem tekur við er hún leggur skóna á hilluna. „Óneitanlega er ég farin að horfa fram á veginn því ég hef markmið varðandi atvinnu síðar meir. Ég er búin að klára BS í sálfræði og íþróttafræði og stefni á mastersnám í sálfræði. Meðan líkaminn er í góðu standi og ég hef svona gaman af þessu þá held ég áfram. Ég er búin að lofa þjálfaranum að fara í það minnsta með á næstu lokakeppni sem er 2017. Það væri gaman að toppa þar sem leikmaður með liðinu. Ég horfi því þangað og mun taka stöðuna eftir það.“ Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins með 71 mark í 97 landsleikjum. Hvorki hún né aðrir leikmenn landsliðsins voru á skotskónum á Algarve-mótinu þar sem liðið skoraði ekki eitt einasta mark. „Við reyndum að taka það jákvæða úr mótinu. Það var fullt af flottum hlutum sem við vorum að gera. Við vorum að einbeita okkur að varnarleiknum og hann gekk mjög vel. Það má heldur ekki gleyma því að við vorum að spila á móti bestu þjóðum heims,“ segir Margrét en engu að síður hefur íslenska liðinu oft gengið vel á þessu móti og meðal annars komist í úrslit. Þetta var slakasta frammistaða Íslands á mótinu. „Þetta var æfingamót og við fengum út úr mótinu það sem við þurftum fyrir utan stigin. Ég held samt að það sé mikilvægt að við vinnum þennan leik gegn Hollandi. Ekki síst fyrir andlegu hliðina. Að fá sigurtilfinninguna aftur.“ Það eru búin að vera kynslóðaskipti í landsliðinu og meðan þau gengu yfir tókst liðinu ekki að komast á HM og í kjölfarið kom slakur árangur á Algarve. Nú er þeim lokið og stelpurnar ætla sér stóra hluti í undankeppni EM.Ætlum að vinna riðilinn „Við höfum aldrei unnið riðilinn okkar í undankeppni EM en nú erum við í efsta styrkleikaflokki þannig að möguleikinn á að vinna riðilinn er fyrir hendi. Við ætlum því að vinna þennan riðil og fara beint á EM,“ segir Margrét Lára en hver er munurinn á liðinu í dag og fyrir þrem til fjórum árum? „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í kvennalandsliðinu og leikmenn hafa lagt mikið á sig. Við erum með 11-13 leikmenn sem spila erlendis. Fæstar okkar eru þar vegna peninganna heldur erum við þarna af því okkur langar að bæta okkur og vera betri leikmenn. Það hugarfar er í þessum hópi. Hér eru allar stelpurnar í toppformi og heilt yfir finnst mér allir leikmennirnir vera þannig í dag. Mér finnst unun að horfa á þetta lið og sjá hvað leikmenn eru miklir fagmenn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti