Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. apríl 2015 10:00 „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana,“segir forstjóri Nóa Síríus. „Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“ Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira