Helgi segir ríkja lýðræðiskrísu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2015 09:00 Helgi Hrafn Gunnarsson segir lítið traust á Alþingi merki um djúpstæðan vanda og vonar að fylgisaukning við Pírata merki að fólk vilji lýðræðisumbætur. Vísir/Þórður Sveinsson Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Alþingi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.
Alþingi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira