Aprílgabb Fréttablaðsins: Vildu næla sér í úlfalda en fengu fiskibollur 2. apríl 2015 12:00 Ekkert var um skóflustungu en fólk gat skóflað í sig fiskibollum í staðinn Fréttablaðið/Ernir „Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar. Aprílgabb Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
„Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar.
Aprílgabb Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent