Innlent

Stéttarfélögin vinna gegn mansali á Íslandi

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnti aðkomu verkalýðshreyfingarinnar gegn mansali. Aukin fræðsla er vopn í baráttunni.
Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnti aðkomu verkalýðshreyfingarinnar gegn mansali. Aukin fræðsla er vopn í baráttunni. Vísir/GVA
Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS boðar aðkomu verkalýðshreyfingarinnar gegn mansali á Íslandi. Aukin fræðsla er vopn í baráttunni. Snorri Birgisson hjá lögreglunni á Suðurnesjum vill aukið eftirlit á vinnustöðum þar sem grunur kviknar um mansal.

Þetta kom fram á fræðslufundi sambandsins þar kynnti Drífa áherslur sínar, Snorri og Edda Ólafsdóttir hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar fræddu fólk um eðli mansal og hvernig hægt væri að bregðast við því.

„Það þarf aukið eftirlit með stöðum þar sem mansal getur þrifist,starfsmenn þurfa að læra að þekkja einkenni, viðbrögð og úrræði fórnarlamba,“ sagði Snorri sem telur þurfa að brjóta niður mýtur og staðalmyndir um mansal.

Snorri hefur rætt ítarlega við Fréttablaðið um fjölbreytileika mansals sem þrífst á Íslandi og greindi frá verndartollum sem mansalsfórnarlömb greiða í vinnumansali til að halda vinnunni.

Drífa minnti á að stéttarfélög eru mikilvægur hlekkur í baráttunni gegn mansali á vinnumarkaði og nauðsynlegt sé að byggja upp þekkingu innan hreyfingarinnar. Mansalsmál vegna vinnu eru um 17 til 31 prósent mansalamála í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×