Lífið

Björk nýtir nýjustu tækni í nýjasta myndbandi sínu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vulnicura kemur út á disk og vínyl í vikunni.
Vulnicura kemur út á disk og vínyl í vikunni. vísir/getty
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband. Það er sérstakt fyrir þær sakir að sérstök sýndarveruleikagleraugu eru nauðsynleg til að njóta þess. Myndbandið var tekið upp við Gróttu og í samstarfi við Andrew Thomas Huang. Ekki er hægt að sjá það á Youtube, venjulegum vefsíðum eða á tónlistarstöðvum heldur munu aðeins fá söfn og búðir bjóða upp á tæknina sem þarf til að fylgjast með því.

Það sem er sérstakt við það er að það er svokallað 360° myndband. Áhorfandinn setur á sig sýndarveruleikagleraugun og getur snúið sér að vild og breytt þar með því sem hann sér.

Myndbandið er við lagið Stonemilker og er annað myndbandið við lag af plötunni Vulnicura. Hið fyrra var við lagið Lionsong. Vulnicura kom út í janúar eftir að platan lak á netið en kemur út í vikunni á föstu formi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×