Lífið

Sjáðu Björk á tónleikum í New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk á tónleikunum í Carnegie Hall.
Björk á tónleikunum í Carnegie Hall. Mynd/Kevin Mazur
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hóf tónleikaferðalag sitt til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Vulnicura, í New York þann 7. mars síðastliðinn.

Góður rómur var gerður að tónleikunum í erlendum miðlum en margir gagnrýnendur höfðu orð á því að Björk hafi ef til vill þótt erfitt að flytja sum laganna á tónleikunum. Skal engan undra þar sem Vulnicura fjallar um sambandsslit hennar og Matthew Barney en þau voru saman í meira en áratug og eiga eina dóttur.

Búið er að hlaða upp 20 mínútna löngu myndbandi á Youtube frá tónleikunum sem er hér að neðan. Björk flytur lögin Stonemilker, The Pleasure is All Mine auk þess sem sjá má brot úr nokkrum öðrum lögum. Hér má svo sjá lagalista tónleikanna.


Tengdar fréttir

Takk fyrir ótrúlegt listaverk, Björk

Þessi janúarmánuður hefur verið fullkomlega glataður. Það hefur verið hvasst, dimmt og kalt – óveður að meðaltali þrisvar í viku. Það er alls ekki í lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×