Gyðingar uggandi í Evrópu 21. mars 2015 12:00 Tveir gyðingar leita huggunar hvor hjá öðrum eftir árásina á bænahús gyðinga í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. vísir/epa Síðustu misserin hafa gyðingar í Evrópu skynjað aukna fordóma í sinn garð. Þeir eru jafnvel sumir hverjir farnir að hugsa sér til hreyfings og velta því fyrir sér hvert réttast væri að flýja hreinlega til Ísraels. Ísraelskir ráðamenn hafa beinlínis hvatt þá til þess og bjóða þá hjartanlega velkomna. „Mig langar að segja þetta við alla gyðinga í Frakklandi, alla gyðinga í Evrópu, að Ísrael er ekki bara sá staður sem þið beinið bænum ykkar í áttina að. Ísraelsríki er heimili ykkar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eftir árásina á matvörumarkaðinn í París í janúar. Netanjahú endurtók svo þetta tilboð sitt eftir árásina í Kaupmannahöfn mánuði síðar. Á undanförnum árum hafa nokkrar morðárásir verið gerðar á gyðinga í Evrópuríkjum, Frakklandi, Belgíu og víðar. Oftast hafa þar verið á ferðinni menn undir áhrifum af öfgahópum íslamista. Gyðingar hafa síðan einnig í vaxandi mæli kvartað undan því að gagnrýni á Ísraelsríki sé farin að bera keim af gyðingahatri. Berjast þurfi gegn slíkum hatursáróðri ekki síður en þeim fordómum sem múslimar í Evrópu hafa orðið fyrir undanfarið. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja nánast alla gagnrýni á Ísraelsríki vera lítt dulbúið gyðingahatur.Óvæntur samherji Bandaríski blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg skrifar efnismikla grein í nýjasta hefti tímaritsins The Atlantic, þar sem hann spyr hvort tími sé kominn fyrir Gyðinga til að forða sér frá Evrópu. Hann segist helst kominn á þá skoðun að svo sé. Athyglisvert er að Goldberg, sem sjálfur er gyðingur, ræðir meðal annars við Marine le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðarfylkingarinnar, og finnur hjá henni harla óvænta samkennd með hlutskipti gyðinga. Þar ræður mestu sameiginlegur ótti hennar og margra gyðinga við fordómafulla múslima. Goldberg áttar sig vissulega á því að hún sjái þarna tækifæri fyrir flokkinn sinn og sjálfa sig í pólitíkinni: „Ef hún gæti drepið niður þá ímynd Þjóðarflokksins að þar sé á ferðinni fasistaflokkur, með því að fá vissa viðurkenningu frá gyðingum, þá gæti það hjálpað til við að auðvelda henni leiðina til forsetastólsins.“ Sjálfur sagðist Goldberg vera hneykslaður á því að í Frakklandi mætti finna gyðinga sem líta til Þjóðarfylkingarinnar eftir hjálpræði. Le Pen segist ekkert vera hissa á því: „Áratugum saman hafa þeir haldið áfram að berjast gegn gyðingahatri sem er ekki lengur til í Frakklandi,“ segir hún við Goldberg. „En á meðan þeir voru að þessu, að berjast gegn óvini sem ekki er lengur til, þá hefur gyðingahatri sem stafar einkum frá hugmyndaþróun meðal bókstafstrúaðra múslima vaxið ásmegin í Frakklandi.“Gamla og nýja hatrið Raphael Schutz, sem er nýtekinn við sem sendiherra Ísraels á Noregi og Íslandi, með aðsetur í Noregi, var í sinni fyrstu heimsókn hér á landi nú í vikunni. Í viðtali við Fréttablaðið bendir hann á að gyðingahatur sé af ýmsum toga. Þannig þurfi að gera greinarmun á gamla evrópska gyðingahatrinu, sem á rætur að rekja til 19. aldar, og svo gyðingahatrinu í arabaheiminum sem nú hefur einnig skotið rótum í Evrópu. „Í dag er það svo, myndi ég segja, að gamla klassíska gyðingahatrið sé enn fyrir hendi í Evrópu í einhverjum mæli en þegar gyðingahatur brýst út í ofbeldi þá sprettur það aðallega upp úr róttæku íslam. Þá er ég að tala um árásir eins og við höfum nýverið séð brjótast út í París, Toulouse og Brussel.“ Þessa tegund gyðingahaturs segir hann nýtilkomna í Evrópu. „Hún hefur í raun verið innflutt til Evrópu og kom þangað með þeim stóru samfélögum múslima sem hafa sest þar að. Hún hefur svo magnast með uppgangi hreyfinga á borð við Íslamska ríkið í Mið-Austurlöndum. Og hún styrkist með innrætingu.“Gagnrýni eða hatursáróður Schutz tekur síðan fram að gagnrýni á stefnu Ísraelsstjórnar geti vissulega átt fullan rétt á sér. „Þið ættuð hins vegar að spyrja ykkur að því hvernig á því stendur að réttmæt gagnrýni skuli svo oft snúast upp í hatursáróður. Stundum er hægt að læra mikið á að sjá hvernig hin klassísku mótív gyðingahaturs birtast í nýjum búningi þegar Ísrael er annars vegar.“ Hann nefnir tvö dæmi. „Gyðingar áttu að vera að eitra brunna í Evrópu og koma þannig af stað sjúkdómum. Þetta er klassískt gyðingahatur sem enginn telur lengur eiga rétt á sér. En svo er talað um að Ísrael sé að stela vatni frá Palestínumönnum. Þetta þykir réttmætt. Þarna er samt sama orðræðan á ferðinni. Hún var röng þá og er röng í dag. Ekki þykir lengur rétt að tala svona um gyðinga, en þegar talið beinist að Ísrael þá er það í lagi.“Hinn nýi gyðingur „Á miðöldum voru gyðingar líka sakaðir um að myrða börn í þeim tilgangi að nota blóðið úr þeim við trúarathafnir. Þetta er klassískt gyðingahatur sem ekki þykir lengur viðeigandi. En nú er talað um að Ísrael sé að drepa palestínsk börn vísvitandi. Þarna er nákvæmlega sama orðræðan á ferðinni, nema þetta klassíska gyðingahatur beinist nú gegn Ísraelsríki. Þannig að Ísraelsríki er í vissum skilningi orðið hinn nýi gyðingur.“ Í framhaldi af þessu fer hann að tala um pólitíska misnotkun mannréttinda. „Þið þurfið ekki að vera sammála okkur í einu og öllu. Þið getið gagnrýnt hvað sem þið viljið. En þegar allt kemur til alls eru þessar ýkjur og þessi herferð gegn Ísrael þar sem mannréttindi eru notuð í pólitískum tilgangi skýr vísbending um að hér sé eitthvað meira á ferðinni en bara gagnrýni á Ísrael.“ Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Síðustu misserin hafa gyðingar í Evrópu skynjað aukna fordóma í sinn garð. Þeir eru jafnvel sumir hverjir farnir að hugsa sér til hreyfings og velta því fyrir sér hvert réttast væri að flýja hreinlega til Ísraels. Ísraelskir ráðamenn hafa beinlínis hvatt þá til þess og bjóða þá hjartanlega velkomna. „Mig langar að segja þetta við alla gyðinga í Frakklandi, alla gyðinga í Evrópu, að Ísrael er ekki bara sá staður sem þið beinið bænum ykkar í áttina að. Ísraelsríki er heimili ykkar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eftir árásina á matvörumarkaðinn í París í janúar. Netanjahú endurtók svo þetta tilboð sitt eftir árásina í Kaupmannahöfn mánuði síðar. Á undanförnum árum hafa nokkrar morðárásir verið gerðar á gyðinga í Evrópuríkjum, Frakklandi, Belgíu og víðar. Oftast hafa þar verið á ferðinni menn undir áhrifum af öfgahópum íslamista. Gyðingar hafa síðan einnig í vaxandi mæli kvartað undan því að gagnrýni á Ísraelsríki sé farin að bera keim af gyðingahatri. Berjast þurfi gegn slíkum hatursáróðri ekki síður en þeim fordómum sem múslimar í Evrópu hafa orðið fyrir undanfarið. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja nánast alla gagnrýni á Ísraelsríki vera lítt dulbúið gyðingahatur.Óvæntur samherji Bandaríski blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg skrifar efnismikla grein í nýjasta hefti tímaritsins The Atlantic, þar sem hann spyr hvort tími sé kominn fyrir Gyðinga til að forða sér frá Evrópu. Hann segist helst kominn á þá skoðun að svo sé. Athyglisvert er að Goldberg, sem sjálfur er gyðingur, ræðir meðal annars við Marine le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðarfylkingarinnar, og finnur hjá henni harla óvænta samkennd með hlutskipti gyðinga. Þar ræður mestu sameiginlegur ótti hennar og margra gyðinga við fordómafulla múslima. Goldberg áttar sig vissulega á því að hún sjái þarna tækifæri fyrir flokkinn sinn og sjálfa sig í pólitíkinni: „Ef hún gæti drepið niður þá ímynd Þjóðarflokksins að þar sé á ferðinni fasistaflokkur, með því að fá vissa viðurkenningu frá gyðingum, þá gæti það hjálpað til við að auðvelda henni leiðina til forsetastólsins.“ Sjálfur sagðist Goldberg vera hneykslaður á því að í Frakklandi mætti finna gyðinga sem líta til Þjóðarfylkingarinnar eftir hjálpræði. Le Pen segist ekkert vera hissa á því: „Áratugum saman hafa þeir haldið áfram að berjast gegn gyðingahatri sem er ekki lengur til í Frakklandi,“ segir hún við Goldberg. „En á meðan þeir voru að þessu, að berjast gegn óvini sem ekki er lengur til, þá hefur gyðingahatri sem stafar einkum frá hugmyndaþróun meðal bókstafstrúaðra múslima vaxið ásmegin í Frakklandi.“Gamla og nýja hatrið Raphael Schutz, sem er nýtekinn við sem sendiherra Ísraels á Noregi og Íslandi, með aðsetur í Noregi, var í sinni fyrstu heimsókn hér á landi nú í vikunni. Í viðtali við Fréttablaðið bendir hann á að gyðingahatur sé af ýmsum toga. Þannig þurfi að gera greinarmun á gamla evrópska gyðingahatrinu, sem á rætur að rekja til 19. aldar, og svo gyðingahatrinu í arabaheiminum sem nú hefur einnig skotið rótum í Evrópu. „Í dag er það svo, myndi ég segja, að gamla klassíska gyðingahatrið sé enn fyrir hendi í Evrópu í einhverjum mæli en þegar gyðingahatur brýst út í ofbeldi þá sprettur það aðallega upp úr róttæku íslam. Þá er ég að tala um árásir eins og við höfum nýverið séð brjótast út í París, Toulouse og Brussel.“ Þessa tegund gyðingahaturs segir hann nýtilkomna í Evrópu. „Hún hefur í raun verið innflutt til Evrópu og kom þangað með þeim stóru samfélögum múslima sem hafa sest þar að. Hún hefur svo magnast með uppgangi hreyfinga á borð við Íslamska ríkið í Mið-Austurlöndum. Og hún styrkist með innrætingu.“Gagnrýni eða hatursáróður Schutz tekur síðan fram að gagnrýni á stefnu Ísraelsstjórnar geti vissulega átt fullan rétt á sér. „Þið ættuð hins vegar að spyrja ykkur að því hvernig á því stendur að réttmæt gagnrýni skuli svo oft snúast upp í hatursáróður. Stundum er hægt að læra mikið á að sjá hvernig hin klassísku mótív gyðingahaturs birtast í nýjum búningi þegar Ísrael er annars vegar.“ Hann nefnir tvö dæmi. „Gyðingar áttu að vera að eitra brunna í Evrópu og koma þannig af stað sjúkdómum. Þetta er klassískt gyðingahatur sem enginn telur lengur eiga rétt á sér. En svo er talað um að Ísrael sé að stela vatni frá Palestínumönnum. Þetta þykir réttmætt. Þarna er samt sama orðræðan á ferðinni. Hún var röng þá og er röng í dag. Ekki þykir lengur rétt að tala svona um gyðinga, en þegar talið beinist að Ísrael þá er það í lagi.“Hinn nýi gyðingur „Á miðöldum voru gyðingar líka sakaðir um að myrða börn í þeim tilgangi að nota blóðið úr þeim við trúarathafnir. Þetta er klassískt gyðingahatur sem ekki þykir lengur viðeigandi. En nú er talað um að Ísrael sé að drepa palestínsk börn vísvitandi. Þarna er nákvæmlega sama orðræðan á ferðinni, nema þetta klassíska gyðingahatur beinist nú gegn Ísraelsríki. Þannig að Ísraelsríki er í vissum skilningi orðið hinn nýi gyðingur.“ Í framhaldi af þessu fer hann að tala um pólitíska misnotkun mannréttinda. „Þið þurfið ekki að vera sammála okkur í einu og öllu. Þið getið gagnrýnt hvað sem þið viljið. En þegar allt kemur til alls eru þessar ýkjur og þessi herferð gegn Ísrael þar sem mannréttindi eru notuð í pólitískum tilgangi skýr vísbending um að hér sé eitthvað meira á ferðinni en bara gagnrýni á Ísrael.“
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira