Innlent

Þúsundir sáu ljósin

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags skörtuðu norðurljós sínu fegursta víða um land. Svona var dýrðin í Hvalfirði.
Á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags skörtuðu norðurljós sínu fegursta víða um land. Svona var dýrðin í Hvalfirði. Vísir/GVA
„Ég giska á að það hafi verið um fjögur til fimm þúsund ferðamenn í norðurljósaferðum á þriðjudaginn,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Tvö hundruð erlendir ferðamenn og vísindamenn eru nú á Íslandi á vegum bandarískrar ferðaskrifstofu sem Kári vinnur fyrir. Ferðamennirnir komu hingað til lands vegna sólmyrkvans á föstudag.

„Á þriðjudag fórum við í norðurljósaferð í Hafnarfjarðarhraun og sáum mögnuð norðurljós enda mikil virkni,“ segir Kári. Ferðamennirnir á vegum bandarísku ferðaskrifstofunnar ætla að fylgjast með sólmyrkvanum úr flugvél en Icelandair mun leigja út þrjár stórar þotur til þeirra.

„Ferðamennirnir komu hingað í þeim tilgangi að sjá sólmyrkva og hafa margir hverjir séð marga áður. Það er til dæmis einn Ástrali í hópnum sem er búinn að elta tuttugu sólmyrkva.“

Þá eru nokkur skemmtiferðaskip væntanleg til Íslands vegna sólmyrkvans.

Norðurljósin dansandi yfir Eyrarfjalli í Kolgrafarfirði.Tómas Freyr Kristjánsson
Frá Þingvöllum.Grétar Guðbergsson
Svona birtust norðurljósin á Þingvöllum.Grétar Guðbergsson
Hörður Finnbogason tók frá Múlakollu í Eyjafirði.Aurora Reykjavík/Norðurljósasetrið
Ljósin yfir Bjarnarhafnarfjalli.Tómas Freyr Kristjánsson
Í grennd við Kleifarvatn.Friðrik Hreinsson
Þessi mynd var tekin við Esjurætur.Ólafur Þórisson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×