Sakar Bandaríkin um Úkraínustríðið guðsteinn bjarnason skrifar 17. mars 2015 09:15 Pútín Rússlandsforseti gaf engar skýringar á fjarveru sinni þegar hann hitti forseta Kirgisistan í gær. fréttablaðið/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“ Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“
Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira