Innlent

Hefðbundið búrhald bannað árið 2021

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Ný dýralöggjöf á Íslandi og reglugerðir ESB leiða til aukinnar velferðar dýra.
Ný dýralöggjöf á Íslandi og reglugerðir ESB leiða til aukinnar velferðar dýra. Fréttablaðið/Hari
Með nýrri dýravelferðarlöggjöf á Íslandi og innleiðingu nýrra reglugerða eykst frelsi og velferð dýra á hverju ári. Miklar breytingar eru fram undan hvað varðar aðbúnað dýra og árið 2021 verður til dæmis hefðbundið búrhald fyrir fugla til eggjaframleiðslu alfarið bannað.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir stærstu framförina felast í því að í dag sé litið á dýr sem skyni gæddar verur. „Ný lög um dýravelferð tóku gildi árið 2014 og í þeim er loks viðurkennt að dýr eru skyni gæddar verur. Auðvitað getum við gert betur en það hefur orðið mikil framför hvað varðar velferð dýra, þá sérstaklega eru auknar áherslur á frelsi dýranna. Að þau séu ekki í þröngum básum og hafi meira ferðafrelsi, segir Þóra, sem hefur borið saman nýja dýravelferðarlöggjöf við gildandi stefnu ESB í dýravelferðarmálum.

„Á næstunni detta inn nýjar reglugerðir þar sem hugað er að því að bæta velferð alifugla. Hefðbundið búrhald fyrir fugla til eggjaframleiðslu verður bannað frá 2021,“ segir Þóra frá og segir alifuglabændur hafa góðan tíma til að laga sig að breyttum reglum.

„Það er mikill kostnaður falinn í breytingu á reglugerðum eins og þessum og því mikilvægt að gefa tíma til aðlögunar.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.