Segir stórfellda tollalækkun fara gegn landbúnaðarstefnu 14. febrúar 2015 13:00 Landbúnaðarráðherra segir almennt ekki ríkja kjötskort á markaði. Komi upp skortur sé opnað á tímabundna tollkvóta. fréttablaðið/Stefán Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að stórfelld lækkun tolla á landbúnaðarafurðum væri ekki í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær námu tollar af innfluttu kjöti 1,3 milljörðum króna í fyrra. Sigurður Ingi segir alla tolla greiðast af neytendum, af kjöti sem öðrum vörum, en rétt sé að hafa í huga að engin trygging sé fyrir því að lækkun tolla myndi skila sér að fullu til neytenda. Spurður hvort komi til greina að lækka tolla á innfluttu kjöti svarar hann: „Samið er um tolla í gagnkvæmum samningum á milli landa, eða ríkjasambanda. Það þýðir að tollalækkun er gagnkvæm. Ríki sem lækkar tolla hjá sér gagnvart öðru ríki eða ríkjasambandi nýtur þess sama í útflutningi.“ En kemur til greina að afnema tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir, líkt og formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir? „Tollvernd er hluti af framleiðsluskilyrðum landbúnaðarins. Tilgangur hennar er meðal annars að jafna aðstöðumun landa. Hún er því hluti af landbúnaðarstefnunni og í fullu samræmi við tilgang og markmið búvörulaga.“Sigurður Ingi JóhannssonLíkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var 25 til 30 prósentum af öllu seldu kjöti á landinu í fyrra innflutt. Annar innlend framleiðsla eftirspurn, eða þarf að endurskoða landbúnaðarkerfið? „Almennt er enginn skortur á kjöti á markaðnum í dag hér á landi. Í þeim tilfellum sem það kemur upp er brugðist við og opnaðir tímabundnir tollkvótar meðan það ástand varir. Unnið er að því að auka framleiðslu á nautakjöti, meðal annars með væntanlegu frumvarpi um innflutning á erfðaefni.“ Sigurður Ingi segir fyrirkomulag tolla víðast hvar það sama í heiminum. Tollverndin sé óaðskiljanlegur hluti stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu. „Þess ber einnig að geta að beinn stuðningur við nautakjötsframleiðslu er óverulegur hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Stuðningurinn er því einkum í formi tollverndar hvað nautakjöt varðar.“ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að stórfelld lækkun tolla á landbúnaðarafurðum væri ekki í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær námu tollar af innfluttu kjöti 1,3 milljörðum króna í fyrra. Sigurður Ingi segir alla tolla greiðast af neytendum, af kjöti sem öðrum vörum, en rétt sé að hafa í huga að engin trygging sé fyrir því að lækkun tolla myndi skila sér að fullu til neytenda. Spurður hvort komi til greina að lækka tolla á innfluttu kjöti svarar hann: „Samið er um tolla í gagnkvæmum samningum á milli landa, eða ríkjasambanda. Það þýðir að tollalækkun er gagnkvæm. Ríki sem lækkar tolla hjá sér gagnvart öðru ríki eða ríkjasambandi nýtur þess sama í útflutningi.“ En kemur til greina að afnema tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir, líkt og formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir? „Tollvernd er hluti af framleiðsluskilyrðum landbúnaðarins. Tilgangur hennar er meðal annars að jafna aðstöðumun landa. Hún er því hluti af landbúnaðarstefnunni og í fullu samræmi við tilgang og markmið búvörulaga.“Sigurður Ingi JóhannssonLíkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var 25 til 30 prósentum af öllu seldu kjöti á landinu í fyrra innflutt. Annar innlend framleiðsla eftirspurn, eða þarf að endurskoða landbúnaðarkerfið? „Almennt er enginn skortur á kjöti á markaðnum í dag hér á landi. Í þeim tilfellum sem það kemur upp er brugðist við og opnaðir tímabundnir tollkvótar meðan það ástand varir. Unnið er að því að auka framleiðslu á nautakjöti, meðal annars með væntanlegu frumvarpi um innflutning á erfðaefni.“ Sigurður Ingi segir fyrirkomulag tolla víðast hvar það sama í heiminum. Tollverndin sé óaðskiljanlegur hluti stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu. „Þess ber einnig að geta að beinn stuðningur við nautakjötsframleiðslu er óverulegur hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Stuðningurinn er því einkum í formi tollverndar hvað nautakjöt varðar.“
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira