Kaldur friður er betri en heitt stríð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 7. febrúar 2015 13:15 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande forseti Frakklands funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að reyna að koma á vopnahléi í Úkraínu. Vísir/AP Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira