Kaldur friður er betri en heitt stríð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 7. febrúar 2015 13:15 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande forseti Frakklands funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að reyna að koma á vopnahléi í Úkraínu. Vísir/AP Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Austurríki og fastafulltrúi í Öryggissamvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir aðkomu þungavigtarleiðtoga eins og Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande, forseta Frakklands, að friðarumleitunum í Úkraínu til marks um að ákveðin ögurstund sé runnin upp. „Þótt vopnahlé hafi haldið á sumum stöðum hefur það verið rofið nær daglega og þau átök sem við höfum séð í janúar eru hefðbundin hernaðarátök með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara og mannfalli,“ segir Auðunn. Angela Merkel og François Hollande funduðu með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu og freistuðu þess að koma á vopnahléi milli deiluaðila í Úkraínu. Átökin í austurhluta landsins hafa stigmagnast undanfarnar vikur og sagði Hollande blaðamönnum, áður en hann hélt til Moskvu, að fyrsta skrefið væri vopnahlé „en það þarf meira til. Við þurfum mun víðtækari lausnir.“ Angela Merkel tók í sama streng og sagði hernaðarlegar lausnir ekki leysa þessi átök. Í kjölfar funda leiðtoganna samþykktu deiluaðilar að gera hlé á átökunum til þess að hægt væri að flytja óbreytta borgara frá borginni Debaltseve þar sem geisað hafa miklir bardagar undanfarnar tvær vikur.Úrslitatilraun í friðarumleitan ÖSE, sem hefur aðsetur í Vín, hefur haft milligöngu um friðarumleitanir milli stjórnvalda í Kiev og aðskilnaðarsinna. Auðunn bendir á að átökin hafi stigmagnast eftir að aðskilnaðarsinnar hættu að mæta til funda. „Talsambandið rofnaði og ástandi hefur versnað síðan. Nú er úrslitatilraun til að koma á köldum friði milli deiluaðila, því hann er í öllu falli betri en heitt stríð.“ Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá ÖSE eru í austurhluta Úkraínu til þess að vakta ástandið og safna hlutlausum upplýsingum því samhliða mannskæðum átökum er um að ræða áróðursstríð þar sem deiluaðilar saka hvor annan um grimmdarverk. „Styrkur ÖSE liggur í breiddinni því bæði stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi eiga fulltrúa á þessum vettvangi, sem og önnur ríki í Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Asíu. Samnefnari deiluaðila er kannski lágur en þarna er hægt að taka mörg hænuskref í átt að friði. Takist það ekki þá er útlitið ekki gott og valkosturinn áframhaldandi hernaðarátök sem fyrir stuttu var óhugsandi á þessu svæði,“ segir Auðunn.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira