Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Björgvin G. Sigurðsson. Á kortinu má sjá staðsetningu Ásahrepps. vísir/vilhelm Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19