Innlent

Björgvin íhugaði að segja af sér þegar ríkið yfirtók Glitni

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson íhugaði að segja af sér í miðju hruninu. Mynd/ GVA.
Björgvin G. Sigurðsson íhugaði að segja af sér í miðju hruninu. Mynd/ GVA.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, íhugaði alvarlega að segja af sér embætti 29. september á síðasta ári þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Glitni. Hann íhugaði einnig að segja af sér daginn eftir vegna framkomu Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar við sig.Fram kemur í nýrri bók Styrmis Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem nefnist Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn, að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið æfur vegna þeirrar ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að kalla til Össur Skarphéðinsson og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmann Björgvins, til að vera þátttakendur í atburðarásinni í tengslum við yfirtökuna á Glitni, án þess að Björgvin væri yfirleitt látinn vita af því sem væri að gerast.Björgvin frétti fyrst af málinu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld, daginn áður en yfirtakan á 75 prósent hlut ríkisins í Glitni var kynnt í Seðlabankanum, en síðan var fallið frá þeim áformum.Fram kemur í bók Styrmis að Björgvin telji sig hafa gert tvenn skonar mistök þennan sólarhring. Annars vegar að sinna ósk um, að hann kæmi til fundar við Jón Ásgeir Jóhannesson þá um nóttina og hins vegar að segja ekki af sér ráðherraembætti vegna framkomu formanns Samfylkingarinnar við sig. Ástæðan fyrir því að hann sagði ekki af sér mun hafa verið skortur á pólitísku sjálfstrausti og reynsluleysi í stjórnmálum, en Össur Skarphéðinsson lagði mjög að honum að segja ekki af sér, að því er fram kemur í bókinni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.