Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi BBC um hinsegin fræðslu á Íslandi og Gylfa Ægisson. Vísir Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49
Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27
Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00
Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23