Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 15:49 Helgi Hrafn sagði að þrátt fyrir fullkominn ósigur Gylfa Ægissonar sé uppi krafa um að síðunni Barnaskjól verði lokað. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“ Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“
Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira