Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 15:49 Helgi Hrafn sagði að þrátt fyrir fullkominn ósigur Gylfa Ægissonar sé uppi krafa um að síðunni Barnaskjól verði lokað. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“ Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira