Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 20:42 Nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Vísir/Daníel/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira