Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 12:44 Illugi segir tengsl sín við Orka Energy ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra greinir frá því í samtali við RÚV í dag að hann leigi húsið sitt af Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orka Energy. Tengsl Illuga við fyrirtækið, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið nokkuð rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Illugi segir að hann hafi selt íbúð sína til Hauks vegna fjárhagserfiðleika sem hann lenti í eftir hrun. Hann leigi það nú af Hauki. Hann fullyrðir að þetta hafi ekki haft áhrif á störf hans sem ráðherra. Samkvæmt fasteignaskrá seldi Illugi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur til OG Capital ehf, félags í eigu Hauks Harðarsonar, þann 23. júlí í fyrra. Afhendingardagur er hins vegar skráður mörgum mánuðum fyrr, eða þann 31. desember árið 2013. Samkvæmt ársreikningi OG Capital árið 2013 er íbúðin metin á rúmlega 52,9 milljónir. Fjölmiðlar fjölluðu um tengsl Illuga og Orku Energy fyrr í mánuðinum. Illugi gegndi ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings vegna verkefna þess í Asíu. Aðilar á vegum Orku tóku svo þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði. Í samtali við Vísi sagðist Illugi þá ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku. Fulltrúum fyrirtækisins hafi ekki verið boðið til Kína af ráðuneytinu. „Það hefði verið mjög óeðlilegt ef þeir hefðu ekki komið að þeim þætti þessarar ferðar, rétt eins og það fyrirtæki hefur verið með í för þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru í Kína,“ segir Illugi við RÚV í dag. Hann segist ekki haft gert neitt annað en sér hafi borið í sínu embætti vegna tenginga Orku Energy í Kína. Þær séu mikilvægar fyrir Ísland. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra greinir frá því í samtali við RÚV í dag að hann leigi húsið sitt af Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orka Energy. Tengsl Illuga við fyrirtækið, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið nokkuð rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Illugi segir að hann hafi selt íbúð sína til Hauks vegna fjárhagserfiðleika sem hann lenti í eftir hrun. Hann leigi það nú af Hauki. Hann fullyrðir að þetta hafi ekki haft áhrif á störf hans sem ráðherra. Samkvæmt fasteignaskrá seldi Illugi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur til OG Capital ehf, félags í eigu Hauks Harðarsonar, þann 23. júlí í fyrra. Afhendingardagur er hins vegar skráður mörgum mánuðum fyrr, eða þann 31. desember árið 2013. Samkvæmt ársreikningi OG Capital árið 2013 er íbúðin metin á rúmlega 52,9 milljónir. Fjölmiðlar fjölluðu um tengsl Illuga og Orku Energy fyrr í mánuðinum. Illugi gegndi ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið á þeim tíma sem hann var utan þings vegna verkefna þess í Asíu. Aðilar á vegum Orku tóku svo þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði. Í samtali við Vísi sagðist Illugi þá ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku. Fulltrúum fyrirtækisins hafi ekki verið boðið til Kína af ráðuneytinu. „Það hefði verið mjög óeðlilegt ef þeir hefðu ekki komið að þeim þætti þessarar ferðar, rétt eins og það fyrirtæki hefur verið með í för þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru í Kína,“ segir Illugi við RÚV í dag. Hann segist ekki haft gert neitt annað en sér hafi borið í sínu embætti vegna tenginga Orku Energy í Kína. Þær séu mikilvægar fyrir Ísland.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57