Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 20:42 Úr leiknum í kvöld Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29