Höskuldur Kári í Búdapest: „Mjög magnað andrúmsloft“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 12:53 Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá Ungverjalandi í hádeginu. Vísir/Vilhelm/EPA Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi. Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi.
Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira