Höskuldur Kári í Búdapest: „Mjög magnað andrúmsloft“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 12:53 Höskuldur Kári Schram var í beinni útsendingu frá Ungverjalandi í hádeginu. Vísir/Vilhelm/EPA Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Straumur flóttamanna til Þýskalands eykst og enn bíða margir í Ungverjalandi. Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er í Búdapest en hann var í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar og lýsti ástandinu á lestarstöðinni Keleti. „Það fór ein lest í morgun til Austurríkis með um hundrað til tvöhundruð flóttamenn. Ég spjallaði við nokkur þeirra og þetta var aðallega fólk frá Sýrlandi eða Afganistan. Flestir ef ekki allir sögðust vera að flýja stríðsátök og nánast allir vonuðust til þess að fá hæli í Þýskalandi,“ sagði Höskuldur Kári.Lestarstöðin í Búdapest hefur verið full af flóttamönnum að undanförnu.NordicPhotos/AFPYfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Keleti lestarstöðin hefur verið eins og birtingarmynd flóttamannastraumsins til Evrópu. Það má sjá flóttamenn út um allt, fólk sefur á gólfinu; heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn. Hér hafa sjálfsboðaliðar boðið fólkinu upp á mat og föt. Hér er mjög magnað andrúmsloft. Annað er ekki hægt að segja.“En hvernig er hljóðið i heima mönnum í Búdapest?„Mjög skiptar skoðanir. Sumir eru mjög jákvæðir, sumir hafa komið á lestarstöðina með mat og föt. Svo eru aðrir sem óttast það að landið fyllist af hælisleitendum og því fylgi menningarárekstrar. Svo var ein kona sem ég talaði við sem hafði aðallega áhyggjur af því að þessir flóttamenn væru að setja lestarsamgöngur úr skorðum.“ Rætt verður aftur við Höskuld í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þá mun hann sýna myndir af vettvangi.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira