Ólafur Darri í Spielbergmynd Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2015 18:49 Ólafur Darri segir Spielberg afskaplega indælan en það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG. Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Vegur leikarans Ólafs Darra Ólafssonar fer heldur betur vaxandi og er hann nú á leið til Vancouver þar sem hann verður við tökur á nýjustu mynd Steven Spielberg. Hún heitir BFG og er byggð á sögu eftir Roald Dahl. Stendur til að sýna hana á næsta ári. Myndin er sú fyrsta sem Spielberg leikstýrir fyrir Disney sem er einn framleiðanda. Þeir sem fara með helstu hlutverk eru Mark Rylance, Bill Hader, Ruby Barnhill og þá er talið að Martin Freeman fari einnig með hlutverk í myndinni. Ólafur Darri leikur risa í myndinni en þar segir af yngri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG sem leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur Darri segist, í stuttu samtali við Vísi, ekki geta tjáð sig mikið um myndina. Það er skýrt tekið fram í samningi. Og það sé alltaf einkennilegt að vera í viðtölum og mega ekki tala. En, hann er sem sagt að fara að leika einn af risunum. Nú er Spielberg einn af þeim stóru, ef ekki sá stærsti í kvikmyndageranum. Ólafur Darri hefur þegar hitt hann, stutta stund þegar hann fór út til æfinga í Vancouver fyrir stuttu. Ólafur Darri segir hann hafa verið afskaplega indælan.En, fór ekki fiðringur um Íslendinginn þegar hann hitti þessa lifandi goðsögn?„Það er alltaf furðulegt að hitta fólk sem maður hefur litið lengi upp til. Spielberg hefur verið hluti af lífi manns svo lengi, eiginlega bara frá því að ég var ungur strákur.“ Spurður hvort þetta megi ekki teljast „stærsta“ mynd sem hann hefur leikið í segist Ólafur Darri ekki alveg gera sér grein fyrir því. „Ég veit það ekki, en ég get sagt að þetta er skemmtilegt næsta skref, alla vega.“ Ólafur Darri verður næstu vikur í Vancouver við tökur á BFG.
Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira