Ungur Legosmiður flytur Titanic Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37