Gordíonshnútur myndast í spænskum stjórnmálum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Gott gengi Podemos þykir merki um það að Spánverjar hafi fært sig mikið til vinstri á hinu pólitíska litrófi. Fréttablaðið/AFP Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins. Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Í fyrsta sinn frá falli einveldisins á Spáni er enginn einn stjórnmálaflokkur með hreinan meirihluta á spænska þinginu. Spánverjar gengu að kjörborðinu og höfnuðu því tveggja flokka kerfi sem ríkt hefur í um þrjá áratugi. Hingað til hafa Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn skipst á að stjórna landinu en í þetta sinn sýndu kjósendur að þeir vildu breytingar og breytingarnar komu fram í tveimur nýjum flokkum: róttæka vinstriflokknum Podemos og frjálslynda vinstriflokknum Ciudadanos. Nú er komið fram á sjónarsviðið fjögurra flokka kerfi. Þjóðarflokkurinn, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er enn sem fyrr stærsti flokkurinn með 123 þingsæti sem er ekki nóg til að mynda ríkisstjórn þar sem 176 þingsæti þarf til í 350 manna þjóðþinginu. Sósíalistaflokkurinn fékk 90 þingsæti, Podemos 69 og Ciudadanos 40. Aðrir smáflokkar fengu samtals 28 þingsæti.Rajoy forsætisráðherra sagði á kosninganótt að flokkur sinn væri stærstur og ætti því tilkall til áframhaldandi valda. Pedro Sanchez, leiðtogi Sósíalista, viðurkenndi tilkall Rajoys til að verða fyrstur til að fá stjórnarmyndunarumboð en hafnaði því að styðja ríkisstjórn sem væri leidd af Rajoy. Sömuleiðis hefur Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, þvertekið fyrir það að leyfa Þjóðarflokknum að halda í stjórnartaumana. Ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður munu reynast erfiðar en Filippus Spánarkonungur mun funda með öllum flokksleiðtogunum og útnefna nýjan forsætisráðherra um þær mundir sem nýtt þing kemur saman 13. janúar. Sá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans þarf að fá traustsyfirlýsingu þingsins til að geta starfað. Ef engin ríkisstjórn tryggir sér traustsyfirlýsingu þingsins fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju. Nokkrir möguleikar á stjórnarmyndun Rauðblá stjórn Sósíalistaflokkurinn gæti leitað á náðir Þjóðarflokksins og myndað meirihlutastjórn þrátt fyrir að sósíalistar vilji ekki stjórn undir forystu Rajoys.Vinstristjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos gætu myndað meirihlutastjórn ásamt vinstrisinnuðum smáflokkum eða treyst á hlutleysi þeirra.Stjórn stjórnarandstöðuflokkanna Sósíalistaflokkurinn, Podemos og Ciudadanos gætu myndað meirihlutastjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða einhverjir flokkanna gætu treyst á hlutleysi hinna. Flestir smáflokkanna eru annaðhvort róttækir vinstriflokkar eða flokkar aðskilnaðarsinna sem þykja ólíklegir til að styðja ríkisstjórn Þjóðarflokksins.
Tengdar fréttir Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Pólitísk kollsteypa eftir þingkosningar á Spáni Kjósendur á Spáni hafna gömlu valdaflokkunum sem fengu innan við helming atkvæða. Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt útgönguspám. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta og ljóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. 21. desember 2015 07:00