Alþingi að falla á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:27 Katrín Jakobsdóttir. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“ Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira