Formaður Bændasamtakanna vill að ákvörðunartaka um hækkanir verði gegnsærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Formaður Bændasamtakanna segir að áður fyrr hafi mjólk og smjör verið selt á undirverði. vísir/pjetur Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri. Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri.
Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira