Formaður Bændasamtakanna vill að ákvörðunartaka um hækkanir verði gegnsærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. júlí 2015 07:00 Formaður Bændasamtakanna segir að áður fyrr hafi mjólk og smjör verið selt á undirverði. vísir/pjetur Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Mér finnst vanta alveg skýringar nefndarinnar á því hvað liggur þarna að baki,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um hækkun á verðlagsnefnd búvöru á smjöri um 11,6 prósent. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gerði hækkunina að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða,“ skrifaði Finnur. Jón Gunnarsson segir mikilvægt að hægt sé að ræða hækkanir af þessu tagi út frá rökum og því þurfi allar upplýsingar að vera tiltækar. „Mér finnst mikilvægt þegar um er að ræða svona opinbera verðlagningu eins og er í þessu tilfelli að það liggi þá fyrir og mikilvægt að það séu raktar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.“Sigurgeir Sindri SigurgeirssonSigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á sæti í verðlagsnefnd búvara. Hann tekur undir orð Jóns Gunnarssonar. „Við mættum vera harðari með það að samþykkja öll gögn sem við höfum lagt fram og fundargerðir þannig að þetta geti komist strax í birtingu á vef ráðuneytisins,“ segir Sindri.Jón GunnarssonHann segir athugasemdir Finns Árnasonar kunnuglegar. „Það sem vantar er að skýra hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í gegnum tíðina. Í verðlagsnefnd hafa tveir vöruflokkar, drykkjarmjólk og smjör, verið undirverðlagðir. Sem þýðir að aðrar vörur sem hafa verið verðlagðar hafa verið látnar taka hlutfallslega meiri hækkun til þess að verja þessa tvo vöruflokka, sem hafa verið taldar vera meiri nauðsynjavörur en aðrar,“ segir Sindri. Þessari verðtilfærslu hafi núna verið hætt og verið sé að leiðrétta muninn. Hann segir líka að smjör sé mjög hagstætt i verði miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar.Þá segir Sindri að tölur Hagstofunnar sýni að verð á smjöri í smásölu hafi hækkað um 5,8 prósent frá árinu 2013, en verðlagning verðlagsnefndar búvöru ekki hækkað á sama tíma. „Smjörið þarf því hugsanlega ekki að hækka um 11,6 prósent beint út á markað því verslunin er þegar búin að hækka vöruna umfram almennt verðlag,“ segir Sindri.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira