Sækja þarf vinnuafl að utan Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Hugsa þarf fyrir því hvernig á að manna þúsundir starfa sem fylgja sífelldri fjölgun ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent