Taka tvö gegn Tékkum í Dalnum í júníbyrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:00 Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. fréttablaðið/afp Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira