Tekist á í ráðhúsinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Samþykkt var tillaga um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu frá því í síðustu viku á aukafundi borgarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Á aukafundi í borgarstjórn í gær í ráðhúsi Reykjavíkur var tekist á um skaða vegna samþykktar borgarráðs um sniðgöngu á ísraelskum vörum, hvort samþykktin hefði falið í sér lögbrot eða ekki og næstu skref. Borgarfulltrúum var mörgum heitt í hamsi. Þá var fjölmennt á áhorfendapöllum. Þar skiptist fólk í fylkingar og mátti sjá fólk með ísraelska fána og svo aðra með palestínska fána og spjöld þar sem minnt var á mannréttindi Palestínumanna.Fundurinn var haldinn að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Aðeins tvö mál voru á dagskrá fundarins; tvær samhljóðar tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í seinustu viku um að sniðganga ísraelskar vörur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að ákvörðunin hafi ekki verið nægilega undirbúin en tók einnig fram að með því að draga tillöguna til baka sé ekki verið að senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindum. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar minnti á innihald tillögunnar, að standa með mannréttindum Palestínumanna á hernumdum svæðum. Hún væri viss um þörfina hún væri enn vissari eftir atburði síðustu viku og þau hörðu viðbrögð sem samþykktin hefur vakið. „Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni og sagði borgarfulltrúum meirihlutans standa á sama um afleiðingar ákvörðunar í síðustu viku. „Heimurinn hættir ekki að snúast, við munum halda áfram að bera fram tillögur,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og ítrekaði tvisvar sinnum við Áslaugu að honum stæði ekki á sama. Svo fór eins og lagt var upp með að tillögurnar sem voru til umfjöllunar voru samþykktar með fimmtán atkvæðum.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira