Skúli Jón: Það er þeirra höfuðverkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2015 14:30 Sku´li Jón kom aftur til KR í vetur eftir nokkura ára dvöl erlendis. vísir/andri marinó Skúli Jón Friðgeirsson tekur á morgun þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar KR mætir Val á Laugardalsvellinum. Skúli spilaði síðasta hálftímann þegar KR tapaði 2-0 fyrir Keflavík árið 2006 en það var hans fyrsti bikarúrslitaleikur. Skúli spilaði allan leikinn þegar KR vann Fjölni með einu marki gegn engu tveimur árum seinna. Hann spilaði sömuleiðis allan leikinn í 4-0 tapi KR fyrir FH 2010 og var í byrjunarliðinu þegar KR lagði Þór 2-0 ári seinna. Skúli var reyndar rekinn af velli með rautt spjald um miðjan seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Skúli stefnir að því að bæta þriðja bikarmeistaratitlinum í safnið á morgun. „Jú, það er markmiðið. Við erum komnir í úrslitaleikinn og ætlum að vinna. Það er ekki gaman að tapa í úrslitaleik,“ sagði Skúli í samtali við Vísi á fundi sem var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær vegna bikarúrslitaleiksins. En hvað þarf KR að gera vel til að fara með sigur af hólmi á morgun? „Við þurfum aðallega að hugsa um okkur sjálfa og spila okkar fótbolta. Svo þurfum við að loka á fremstu menn Vals. Þeir eru hættulegir og vilja komast aftur fyrir vörnina okkar. „Við verðum að vera þéttir til baka til að loka á sóknaraðgerðir þeirra,“ sagði Skúli sem gerir ráð fyrir því að Patrick Pedersen, framherji Vals, verði með á morgun en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. „Það hefur engin áhrif á okkar undirbúning. Það hefur ekki verið minnst einu orði á það hvort hann verði með. Það er þeirra höfuðverkur. Við gerum ráð fyrir að allir spili og svo kemur bara í ljós hvaða Valsmenn verða með.“Skúli varð fyrst bikarmeistari með KR 2008.vísir/antonValsmenn fóru illa með KR-inga í leik liðanna í Pepsi-deildinni 7. júní síðastliðinn og unnu með þremur mörkum gegn engu. En hvað lærðu KR-inga af þeim leik? „Við sáum hvernig þeir spila og svo lærðum við að vanmeta ekki Valsmennina, þeir eru stórhættulegir sóknarlega og voru mjög flottir í þessum leik. „Við verðum að eiga okkar besta leik til að vinna á laugardaginn,“ sagði Skúli sem segir að það gefi leiknum auka krydd að þar mætist stórveldin og erkifjendurnir KR og Valur. „Þetta gefur þessu auka krydd. Auðvitað er þetta alltaf stór leikur en það er langt síðan KR og Valur mættust í bikarúrslitaleik. „Þótt þessi lið hafi ekki endilega verið að berjast um titla undanfarin ár, þá er sagan stór og mikil og það gerir þetta skemmtilegra fyrir mjög marga,“ sagði Skúli að lokum.Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00 Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38 Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00 Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57 Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson tekur á morgun þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar KR mætir Val á Laugardalsvellinum. Skúli spilaði síðasta hálftímann þegar KR tapaði 2-0 fyrir Keflavík árið 2006 en það var hans fyrsti bikarúrslitaleikur. Skúli spilaði allan leikinn þegar KR vann Fjölni með einu marki gegn engu tveimur árum seinna. Hann spilaði sömuleiðis allan leikinn í 4-0 tapi KR fyrir FH 2010 og var í byrjunarliðinu þegar KR lagði Þór 2-0 ári seinna. Skúli var reyndar rekinn af velli með rautt spjald um miðjan seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Skúli stefnir að því að bæta þriðja bikarmeistaratitlinum í safnið á morgun. „Jú, það er markmiðið. Við erum komnir í úrslitaleikinn og ætlum að vinna. Það er ekki gaman að tapa í úrslitaleik,“ sagði Skúli í samtali við Vísi á fundi sem var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær vegna bikarúrslitaleiksins. En hvað þarf KR að gera vel til að fara með sigur af hólmi á morgun? „Við þurfum aðallega að hugsa um okkur sjálfa og spila okkar fótbolta. Svo þurfum við að loka á fremstu menn Vals. Þeir eru hættulegir og vilja komast aftur fyrir vörnina okkar. „Við verðum að vera þéttir til baka til að loka á sóknaraðgerðir þeirra,“ sagði Skúli sem gerir ráð fyrir því að Patrick Pedersen, framherji Vals, verði með á morgun en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. „Það hefur engin áhrif á okkar undirbúning. Það hefur ekki verið minnst einu orði á það hvort hann verði með. Það er þeirra höfuðverkur. Við gerum ráð fyrir að allir spili og svo kemur bara í ljós hvaða Valsmenn verða með.“Skúli varð fyrst bikarmeistari með KR 2008.vísir/antonValsmenn fóru illa með KR-inga í leik liðanna í Pepsi-deildinni 7. júní síðastliðinn og unnu með þremur mörkum gegn engu. En hvað lærðu KR-inga af þeim leik? „Við sáum hvernig þeir spila og svo lærðum við að vanmeta ekki Valsmennina, þeir eru stórhættulegir sóknarlega og voru mjög flottir í þessum leik. „Við verðum að eiga okkar besta leik til að vinna á laugardaginn,“ sagði Skúli sem segir að það gefi leiknum auka krydd að þar mætist stórveldin og erkifjendurnir KR og Valur. „Þetta gefur þessu auka krydd. Auðvitað er þetta alltaf stór leikur en það er langt síðan KR og Valur mættust í bikarúrslitaleik. „Þótt þessi lið hafi ekki endilega verið að berjast um titla undanfarin ár, þá er sagan stór og mikil og það gerir þetta skemmtilegra fyrir mjög marga,“ sagði Skúli að lokum.Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15 Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00 Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38 Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00 Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57 Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Bjarni var hetja Valsmanna fyrir 25 árum | Myndband Vísir rifjar upp fræga bikarúrslitaleiki KR og Vals árið 1990. 14. ágúst 2015 11:15
Pedersen: Vonandi get ég spilað og skorað einhver mörk Svava Kristín fór með Patrick Pedersen til læknis í dag. 12. ágúst 2015 19:00
Patrick, Haukur Páll og Ingvar myndu ekki spila væri leikurinn í kvöld Patrick Pedersen, aðalframherji Valsmanna í Pepsi-deild karla, er í kapphlaupi við tímann fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á laugardaginn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, segir í samtali við Vísi að Pedersen sé ekki fótbrotinn. Um helmingslíkur eru á því að sá danski spili á laugardaginn. 12. ágúst 2015 11:38
Þormóður: Þetta eru nágrannaslagir af bestu gerð Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson rifjuðu upp leik KR og Vals í úrslitum bikarsins 1990 en liðin hafa tvisvar mæst í úrslitum bikarsins. 14. ágúst 2015 14:00
Ekkert sem bannar Val að nota Emil í bikarúrslitaleiknum á morgun Emil Atlason, lánsmaður frá KR, má spila með Val á móti KR í úrslitaleik Borgunarbikar karla á Laugardalsvellinum á morgun. 14. ágúst 2015 12:57
Erlendur Eiríksson dæmir bikarúrslitaleikinn Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla í ár en Valur og KR mætast í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli á laugardaginn. 13. ágúst 2015 13:07