Íslendingur safnar fyrir Karíbahafsríki í neyð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2015 22:15 Sigurður Sveinn Jónsson að störfum í Dóminíku. Sigurður Sveinn Jónsson Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér. Dóminíka Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér.
Dóminíka Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira