Íslendingur safnar fyrir Karíbahafsríki í neyð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2015 22:15 Sigurður Sveinn Jónsson að störfum í Dóminíku. Sigurður Sveinn Jónsson Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér. Dóminíka Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sigurður Sveinn Jónsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, stendur nú fyrir söfnun í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi fyrir eyríkið Dóminíku í Karíbahafinu en íbúar þess urðu fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem reið yfir landið í lok ágúst. Sigurði segist renna blóðið til skyldunnar enda hafi Dóminíku-búar ávallt tekið honum og samstarfsmönnum sínum vel. Hann hefur með reglulegu millibili heimsótt eyjuna en þar hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaverkefni í samvinnu við stjórnvöld þar í landi. „Mér fannst eins og það væri siðferðislega rétt að sýna þessu svolítinn skilning,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Mér hefur alltaf verið vel tekið þegar ég heimsæki Dóminíku.“ Dómíníka er eyríki í Karíbahafinu sem oftar en ekki er ruglað saman við Dómíníska lýðveldið sem er ekki langt frá Dómíníku. Um 70.000 manns búa á Dóminíku, þar af 15.000 í höfuðborginni Roseau. Þar má finna töluverðan jarðhita og hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að borun jarðhitaholna ásamt Jarðborunum og Verkís en nærri allar smærri eyjar Karíbahafsins eru háðar jarðefnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.Um 30 manns enn saknað eftir fellibyllinn Eriku Í lok ágúst varð Dóminíka fyrir barðinu á fellibylnum Eriku sem olli gífurlegri úrkomu á skömmum tíma, eða um 30 sentimetra á tólf klukkustundum. Aurskriður fylgdu í kjölfarið sem tók með sér heilu byggingarnar. Alls létust tólf, um 30 manns er enn saknað og eignatjón var mikið. Talið er að tjónið nemi jafnvirði um 500 milljón Bandaríkjadala og misstu um 580 fjölskyldur heimili sín. „Þeim hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum en það er töluvert eftir. Megnið af innviðum samfélagsins á borð við veitu- og samgöngukerfi skemmdist og flugvöllurinn hvarf til dæmis bara á haf út.“ Alþjóðasamtök Rauða Krossins óskuðu í september eftir aðstoð upp á um rúmlega 100 milljónir íslenskra króna til þess að aðstoða 12 þúsund manns en talið er að tjónið sem Erika olli nemi um 500 miljónum dollar og hyggst Sigurður afhenda Rauða krossi Íslands það fjármagn sem safnast sem myndi síðan koma söfnunarfénu áleiðis til Dóminíku. Áhugasamir um söfnuna geta kynnt sér hana hér.
Dóminíka Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira