Akureyrarbær áfrýjar máli Snorra í Betel Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2015 15:10 Snorri Óskarsson og lögmaður hans, Einar Gautur Steingrímsson. vísir/auðunn níelsson Akureyrarbær mun áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Snorra Óskarssonar til Hæstaréttar. Snorri, sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel, vann í byrjun mánaðar mál sem bærinn hafði höfðað gegn honum. Ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs í morgun með fjórum samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið. Vék Gunnar því af fundinum. Hann sagði í samtali við Vísi að hann hefði tekið þessa ákvörðun, meðal annars í ljósi þess að hann hafi verið kallaður sem vitni í þessu dómsmáli. Bæjarráð telur að afar brýnt sé að fá úrskurð Hæstaréttar um mörk tjáningarfrelsis kennara í grunnskólum og ábyrgð þeirra þegar kemur að umfjöllun um minnihlutahópa. „Eðli málsins samkvæmt geta kjörnir fulltrúar Akureyrarkaupstaðar og embættismenn bæjarins ekki tjáð sig frekar um einstaka þætti þessa máls fyrr en niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir,“ segir í tilkynningu frá bæjarráði. Upphaf málsins er á þá leið að Snorra var vikið úr störfum sem grunnskólakennari við Brekkuskóla árið 2012 vegna ummæla um samkynhneigð í persónulegu bloggi hans. Hann sagði í samtali við Vísi á dögunum að hann væri að íhuga að snúa aftur til kennslu í Brekkuskóla. Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að höfða skaðabótamál gegn Akureyrarbæ. Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Segir þá deyja sem rjúfi lögmálin við Guð Snorri Óskarsson í Betel segir samkynhneigð smitandi. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra í Héraðsdómi norðurlands eystra í morgun. 13. febrúar 2015 13:02 Snorri í Betel vill á þing "Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“ 12. janúar 2013 16:40 Snorra var ekki sagt upp vegna ummæla um samkynhneigð Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð. 19. júlí 2012 13:31 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Akureyrarbær mun áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Snorra Óskarssonar til Hæstaréttar. Snorri, sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel, vann í byrjun mánaðar mál sem bærinn hafði höfðað gegn honum. Ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs í morgun með fjórum samhljóða atkvæðum. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið. Vék Gunnar því af fundinum. Hann sagði í samtali við Vísi að hann hefði tekið þessa ákvörðun, meðal annars í ljósi þess að hann hafi verið kallaður sem vitni í þessu dómsmáli. Bæjarráð telur að afar brýnt sé að fá úrskurð Hæstaréttar um mörk tjáningarfrelsis kennara í grunnskólum og ábyrgð þeirra þegar kemur að umfjöllun um minnihlutahópa. „Eðli málsins samkvæmt geta kjörnir fulltrúar Akureyrarkaupstaðar og embættismenn bæjarins ekki tjáð sig frekar um einstaka þætti þessa máls fyrr en niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir,“ segir í tilkynningu frá bæjarráði. Upphaf málsins er á þá leið að Snorra var vikið úr störfum sem grunnskólakennari við Brekkuskóla árið 2012 vegna ummæla um samkynhneigð í persónulegu bloggi hans. Hann sagði í samtali við Vísi á dögunum að hann væri að íhuga að snúa aftur til kennslu í Brekkuskóla. Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að höfða skaðabótamál gegn Akureyrarbæ.
Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Segir þá deyja sem rjúfi lögmálin við Guð Snorri Óskarsson í Betel segir samkynhneigð smitandi. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra í Héraðsdómi norðurlands eystra í morgun. 13. febrúar 2015 13:02 Snorri í Betel vill á þing "Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“ 12. janúar 2013 16:40 Snorra var ekki sagt upp vegna ummæla um samkynhneigð Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð. 19. júlí 2012 13:31 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22
"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17
Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56
Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18
Segir þá deyja sem rjúfi lögmálin við Guð Snorri Óskarsson í Betel segir samkynhneigð smitandi. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra í Héraðsdómi norðurlands eystra í morgun. 13. febrúar 2015 13:02
Snorri í Betel vill á þing "Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“ 12. janúar 2013 16:40
Snorra var ekki sagt upp vegna ummæla um samkynhneigð Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð. 19. júlí 2012 13:31
Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15